20.10.2008 | 22:28
Ég tek þetta til baka!
Ég bloggaði hér fyrir skömmu um fyrirgefningu og hættulegar afleiðingar reiði. Það var þegar reiðin í fólkinu í kringum mig var að brjótast fram og ég trúði því í einlægni að framundan væru óeirðir og blóðug mótmæli og hamlaus reiði almúgans, því það er það sem gerist jú þegar þjóðir fara á hausinn vegna spillingar og óstjórn, menn eru hegndir í ljósastaurum. Ég sé það nú að það var engin þörf fyrir að biðja fólk að fyrirgefa og einbeita sér að framtíðinni því samfélagið er svo mikið fórnarlamb í eðli sínu að það rís alls ekki upp. Á DAUÐA MINUM ÁTTI ÉG VON.... en ekki datt mér þetta í hug.
GJALDÞROT... Draumum okkar stolið, börnin skuldsett, mannorð okkar lagt í rúst ... hvað gerist, fleiri sjá ástæðu til að fara í Kringluna en að mótmæla þessari stjórn.
Ég get ekki líst því hvað það veldur mér mikilli ógleði þessa dagana að þurfa að kalla mig Íslending og tilheyra þessu dauðadofna, neyslusamfélagi sem lætur stela af sér landinu sínu og ber ekki hönd yfir höfuð sér heldur spyr bara hvar það eigi að kvitta uppá lánið. Það er það eina sem við kunnum.
VINIR OG VANDAMENN, þeir sem ekki sjá ástæðu til þess að mótmæla næsta laugardag get sleppt því að banka uppá hjá mér í framtíðinni.
Ég tek þetta því hér með til baka, við þurfum síst að öllu að hugsa um fyrirgefningu, við þurfum að horfa í spegil nógu lengi til að finna einhverja glætu af sjálfsvirðingu og koma þeim sem stýrðu okkur hingað frá völdum.
RÍSIÐ UPP, RÍSIÐ UPP, RÍSIÐ UPP!!!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jeminn eini hippastelpa!
Hvað varð um frið og ást? Ertu orðinn ofbeldisseggur með hrífu og gaddavír?
Þú hræðir mig...eins og margt annað í þjóðfélaginu svo sem.....
inga þórunn (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 12:01
heyr heyr
Hólmdís Hjartardóttir, 2.11.2008 kl. 01:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.