Alþýðuhetjur

 

 Í dag var ég stolt. Takk öll þið sem komuð. Reynum að fá fleiri með okkur næst. Pabbar, mömmur, afar, ömmur og aðrir þjóðfélagsmeðlimir sjáumst næsta laugardag.

LÝÐRÆÐI, EKKERT KAFTÆÐI

 

Fékk myndina að láni á http://svartur.blog.is/album/vik_burt_rikistjorn/

vik-burt-rikistjorn_-kosningar-strax-_42-of-81


Ég tek þetta til baka!

Ég bloggaði hér fyrir skömmu um fyrirgefningu og hættulegar afleiðingar reiði. Það var þegar reiðin í fólkinu í kringum mig var að brjótast fram og ég trúði því í einlægni að framundan væru óeirðir og blóðug mótmæli og hamlaus reiði almúgans, því það er það sem gerist jú þegar þjóðir fara á hausinn vegna spillingar og óstjórn, menn eru hegndir í ljósastaurum. Ég sé það nú að það var engin þörf fyrir að biðja fólk að fyrirgefa og einbeita sér að framtíðinni því samfélagið er svo mikið fórnarlamb í eðli sínu að það rís alls ekki upp. Á DAUÐA MINUM ÁTTI ÉG VON.... en ekki datt mér þetta í hug.

GJALDÞROT... Draumum okkar stolið, börnin skuldsett, mannorð okkar lagt í rúst ... hvað gerist, fleiri sjá ástæðu til að fara í Kringluna en að mótmæla þessari stjórn.

Ég get ekki líst því hvað það veldur mér mikilli ógleði þessa dagana að þurfa að kalla mig Íslending og tilheyra þessu dauðadofna, neyslusamfélagi sem lætur stela af sér landinu sínu og ber ekki hönd yfir höfuð sér heldur spyr bara hvar það eigi að kvitta uppá lánið. Það er það eina sem við kunnum.

VINIR OG VANDAMENN, þeir sem ekki sjá ástæðu til þess að mótmæla næsta laugardag get sleppt því að banka uppá hjá mér í framtíðinni.

Ég tek þetta því hér með til baka, við þurfum síst að öllu að hugsa um fyrirgefningu, við þurfum að horfa í spegil nógu lengi til að finna einhverja glætu af sjálfsvirðingu og koma þeim sem stýrðu okkur hingað frá völdum. 

RÍSIÐ UPP, RÍSIÐ UPP, RÍSIÐ UPP!!! 

 

 

 

 


Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði um samsæri gegn Íslandi!

The North Atlantic conspiracy

Is Iceland the victim of a financial conspiracy?

Such things really do happen. During the 1997-1998 financial crisis there was, almost certainly, a financial conspiracy against Hong Kong. According to the Hong Kong Monetary Authority, several major hedge funds engaged in a “double play”, shorting both the city-state’s stock market and its currency. The alleged plan was to put the HKMA in a double bind: it would be forced either to raise interest rates to defend the Hong Kong dollar — driving stocks down — or to devalue the currency. Either way the hedge funds thought they’d make a killing. They were, however, caught in a bear trap when the HKMA did the unexpected and bought up a large fraction of the HK stock market.

There was also, according to Australian officials I talked to at the time, a deliberate effort to drive down the Aussie dollar.

Now, Iceland is making similar allegations:

The cost to protect the bonds of Iceland’s three biggest lenders from default rose after central bank Governor David Oddsson said “unscrupulous dealers'’ are trying to break the country’s financial system.

Oddsson called for an international investigation into attempts to drive Iceland’s economy “to its knees,'’ in a speech on March 28. The central bank was forced to raise its benchmark rate to a record 15 percent last week to defend the krona after a 30 percent slump against the euro this year.

Attacks on the country’s Reykjavik-based banks “give off an unpleasant odor of unscrupulous dealers who have decided to make a last stab at breaking down the Icelandic financial system,'’ Oddsson said at the central bank’s annual meeting in Reykjavik. “They will not get away with it.'’

One interesting point: it appears that the Icelandic authorities particularly suspect Bear Stearns.

I’ll be keeping an eye on this.

 

Dæmi um svar á bloggi:


9:05 pm

Greg said:

“If they are long credit default swaps, then all they need is to spread rumor of a default to make their profit”

Well that is exactly what they have done. The Sunday Times published news yesterday saying that people in England were closing their account they had in the Icelandic banks in England. It turn out to be fabrication. News have been circulating for the past weeks that the banks would not been able to refinance their loans, when it turns out that none of the banks need refinancing until at earliest late next year. The CDS for the Icelandic government jumped 400 points last Friday despite the fact the government has no foreign loans. Everything points to the fact that what mr. Krugman is saying is actually happening and it is scary that Bear Stearns that was recently saved by the US federal Bank

— Posted by marino

 

Þessi grein er skrifuð í mars á þessu ári. Þetta minnir nú óþægilega á það sem við höfum horft uppá udanfarið. Er það tilviljun?

http://krugman.blogs.nytimes.com/2008/03/31/the-north-atlantic-conspiracy/


Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði talar um sæmsæri gegn íslendingum

The North Atlantic conspiracy

Is Iceland the victim of a financial conspiracy?

Such things really do happen. During the 1997-1998 financial crisis there was, almost certainly, a financial conspiracy against Hong Kong. According to the Hong Kong Monetary Authority, several major hedge funds engaged in a “double play”, shorting both the city-state’s stock market and its currency. The alleged plan was to put the HKMA in a double bind: it would be forced either to raise interest rates to defend the Hong Kong dollar — driving stocks down — or to devalue the currency. Either way the hedge funds thought they’d make a killing. They were, however, caught in a bear trap when the HKMA did the unexpected and bought up a large fraction of the HK stock market.

There was also, according to Australian officials I talked to at the time, a deliberate effort to drive down the Aussie dollar.

Now, Iceland is making similar allegations:

The cost to protect the bonds of Iceland’s three biggest lenders from default rose after central bank Governor David Oddsson said “unscrupulous dealers'’ are trying to break the country’s financial system.

Oddsson called for an international investigation into attempts to drive Iceland’s economy “to its knees,'’ in a speech on March 28. The central bank was forced to raise its benchmark rate to a record 15 percent last week to defend the krona after a 30 percent slump against the euro this year.

Attacks on the country’s Reykjavik-based banks “give off an unpleasant odor of unscrupulous dealers who have decided to make a last stab at breaking down the Icelandic financial system,'’ Oddsson said at the central bank’s annual meeting in Reykjavik. “They will not get away with it.'’

One interesting point: it appears that the Icelandic authorities particularly suspect Bear Stearns.

I’ll be keeping an eye on this.

 

Dæmi um svar á bloggi:


9:05 pm

Greg said:

“If they are long credit default swaps, then all they need is to spread rumor of a default to make their profit”

Well that is exactly what they have done. The Sunday Times published news yesterday saying that people in England were closing their account they had in the Icelandic banks in England. It turn out to be fabrication. News have been circulating for the past weeks that the banks would not been able to refinance their loans, when it turns out that none of the banks need refinancing until at earliest late next year. The CDS for the Icelandic government jumped 400 points last Friday despite the fact the government has no foreign loans. Everything points to the fact that what mr. Krugman is saying is actually happening and it is scary that Bear Stearns that was recently saved by the US federal Bank

— Posted by marino

 

Þessi grein er skrifuð í mars á þessu ári. Þetta minnir nú óþægilega á það sem við höfum horft uppá udanfarið. Er það tilviljun?

http://krugman.blogs.nytimes.com/2008/03/31/the-north-atlantic-conspiracy/


Úr græðgi í hefnd eða er þetta komið gott?

Ég varð fyrir hugljómun við höfnina í Reykjavík á laugardagskvöldið, þegar ég horfði á stærstu Norðurljós sem ég hef á ævi minni séð sveipa sig um friðarsúlu Lennons í fegurð sem aðeins getur verið kölluð himnesk. Ég finn mig knúna til að deila henni. Ég eins og aðrir launþegar á íslandi hef verið í einskonar leiðslu undanfarnar tvær vikur. Hvert áfallið hefur dunið yfir á fætur öðru og botninum virðist aldrei náð. Ísland er sem sært dýr sem liggur og sleikir sárin á meðan vinir okkar Bretar snúast gegn okkur.

 

Útúr doðanum sem legið hefur yfir íslendingum undanfarna daga brýst nú reiðin. Reiðin yfir stöðunni sem við erum komin í án þess að vita alveg hverju á um að kenna, fjárfestum sem fóru langt fram úr getu okkar til að bakka þá upp, stjórnvöldum sem áttu að vernda okkur, frjálshyggjunni sem skekur markaði heimsins, okkur sjálf fyrir að hafa keypt jeppa, sófasett, merkjavöru og plasmasjónvörp og stærri hús og með því skuldsett okkur í topp í stað þess að spara til erfiðari tíma og síðast en ekki síst okkur samfélaginu fyrir að hafa ekki veitt aðhald. Að hverjum á reiðin að beinast? Þetta er flókin spurning sem ekkert eitt einfalt svar er til við, á meðan er auðvelt að verða reiður út í Bretann. Ég er ekki að segja að það sé ekki réttmæt reiði en eiga þeir skilið alla reiðina sem kraumar í okkur? Að sama skapi spyr ég eigum við skilið alla reiði bretanna eða er verið að stýra henni í henni í okkar farveg til þess að beina frá ástandinu í Bretlandi? Það er nefnilega oft einfaldara að finna blóraböggul heldur en að eiga sitt í hlutunum það segir sagan okkur. Uppúr slíku andrúmslofti hafa hræðilegar aðstæður skapast og má í því samhengi minnast þess hvernig Hitler komst til valda í Þýskalandi á sínum tíma. Þar sem reiði almennings vegna kreppu og slæmra lífskjara var fundinn farvegur í hatri og stríði. Þetta er minn helsti ótti, að aðstæðurnar í heiminum í dag eigi eftir að leiða af sér deilur og hatur á milli landa og jafnvel stríð og að olían sem glæðir bálið verði reiði og ráðleysi almennra borgara heimsins.

 

Aðstæðurnar sem skapast hafa á íslandi undanfarið vekja athygli víðsvegar um heiminn því ástand markaðanna er að skapa svipað ástand hjá mörgum þjóðum. Ísland er eins og lítið tilraunamódel af því sem koma skal og því er horft hingað til að sjá hvað gerist. Ef við horfum á það á þann hátt þá gerir maður sér grein fyrir ábyrgðinni sem felst í því hvernig við leysum úr okkar málum og hversu víðtækt áhrif það getur haft. Ætlum við að leysa þetta með upplausn, nornaveiðum á alla sem hægt er að láta bera ábyrgð, neita að viðurkenna okkar hlut í þessu og spúa reiði og hatri eða ætlum við að rísa upp úr þessu með því að læra af reynslunni, snúa bökum saman fyrirgefa hvort öðru heimskuna og ráðleysuna og byrja uppá nýtt.

 

Við segjum börnunum okkar að þegar hnökrar koma á samskipti og upp koma deilur á leikvöllum landsins sé best að allir segi fyrirgefðu við hvern annan og haldi svo áfram að leika því þá líði manni vel í hjartanu. Eiga þessi ráð ekki við fyrir fullorðna líka?

 

Leysum úr okkar málum eins og íslendingum sæmir sem friðarþjóð án haturs og ásakana í garð hvors annars. Fyrirgefum hvoru öðru, sjálfum okkur og meira að segja bretunum líka. Kyndum undir hugmyndaauðgi, dugnaði, samstarfi og samstöðu en ekki nornabrennum. Með friðarsúluna og norðurljósin fyrir augum í anda Lennons, uppáhalds bretans míns, langar mig að segja við ykkur samlanda mína ekki láta reiði eða hatur ná tökum á íslenskri þjóðarsál. Fyrirgefum hvoru öðru fylliríið, rífum okkur uppúr þynnkunni og gefum friði séns.

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband